Um bætt öryggi

Eggert Jóhann Árnason stofnandi Bætt öryggis hefur unnið í níu ár í öryggismálum hjá ISAL sem hefur ávallt verið leiðandi í öryggismálum á Íslandi. Þar leiddi hann og tók þátt í ótal verkefnum tengdum öryggismálum. Á þessum tíma vann hann með mikið af fólki með mikla reynslu í öryggismálum.

Eggert með Mastersgráðu í vinnusálfræði og leggur áherslu á mannlega hegðun í öryggismálum. Algengt er að fólk stytti sér leið, fylgi ekki öryggisreglum eða skortir þekkingu á öruggum verkþáttum. Allt eru þetta þættir sem hægt er að bæta úr og snúa í rétta átt.

Markmið Bætt öryggis er að efla öryggismenningu í íslenskum fyrirtækjum þar áherslan verður lögð á einfaldar en árangursríkar lausnir.

Hafðu samband